25 milljónum ráðstafað í ár

Minjastofnun Íslands hefur í samráði við forsætisráðuneytið ákveðið að ráðast í átaksverkefni sem felur í sér atvinnuskapandi húsafriðunarverkefni um land allt.

Á Suðurlandi verður ráðist í nokkur verkefni sem lengi hafa beðið en gert er ráð fyrir að alls um 25 milljónum króna verði varið til þessara verkefna á þessu ári.

Tíu milljónum króna verður varið til að hefja endurbyggingu Múlakots í Fljótshlíð. Tíu milljónum króna varið til Íslenska bæjarins að Meðalholti í Flóa en þar er einn af fáum varðveittum torfbæjum landsins. Í þriðja lagi verður fimm milljónum króna varið í að gera sökkul undir húsið Ingólf á Selfossi og flytja það.

Heildarumfang átaksins um land allt er 205 milljónir króna á þessu ári.

Nánar í Sunnlenska fréttablaðinu í þessari viku