184 sóttu um 14 lóðir

Á fundi bæjarráðs Hveragerðis í lok apríl var öllum lóðum við Hjallabrún úthlutað. Alls bárust 184 umsóknir um þessar fjórtán lóðir.

Við úthlutun lóða við Hjallabrún hafði bæjarráð til hliðsjónar að reyna að tryggja að sem flestir umsækjendur gætu fengið lóð. Sú regla var samþykkt að hvert fyrirtæki eða forsvarsmenn þess gætu einungis fengið eina lóð og að aðilar með lögheimili á sama stað gætu einungis fengið eina lóð.

Framsal lóða er óheimil og mun bæjarráð ekki samþykkja nafnabreytingar á úthlutuðum lóðum fyrr en framkvæmdir teljast hafnar á lóðinni og lóðarleigusamningur hefur verið gefinn út.

Úthlutun fellur úr gildi hafi lóðarhafi ekki skilað fullgildum aðaluppdráttum til byggingafulltrúa innan þriggja mánaða frá samþykkt um lóðarúthlutun og hafið framkvæmdir á lóðinni innan sex mánaða frá sama degi.

Dregið var um hverja lóð fyrir sig og hafði fulltrúi sýslumanns yfirumsjón með útdrættinum. Eftirtaldir aðilar fengu lóð:

Hjallabrún 1-3 Sveinn H.Guðmundsson.
Hjallabrún 2-4 Halldór Sveinsson.
Hjallabrún 5-7 Laugavegur ehf.
Hjallabrún 6-8 Aðalsteinn Ingvason.
Hjallabrún 9-11 Sigurður Kaldal.
Hjallabrún 10-12 Gísli Rúnar Sveinsson.
Hjallabrún 13-15 Hilmar Jónsson.
Hjallabrún 14-16 Sigrún Lilja Hjartardóttir.
Hjallabrún 17-19 Brynleifur Siglaugsson.
Hjallabrún 18-20 Anton Svanur Guðmundsson.
Hjallabrún 21-23 Ómar Davíðsson.
Hjallabrún 25-27 Unnar Steinn Guðmundsson.
Hjallabrún 29-31 Byggingarfélagið Landsbyggð.
Hjallabrún 33-35 B13 ehf.

Til vara voru dregin upp eftirtalin nöfn:
1. Ástré ehf.
2. Guðmundur Jónsson.
3. Friðbert Bragason.
4. Hannes Kristmundsson.
5. Björn Hauksson.
6. Pegasos.
7. Jón Óskar Hilmarsson.

Bæjarráð samþykkti jafnframt að byggingafulltrúa verði falið að gera tillögu að nýjum reglum um úthlutun lóða í Hveragerði.