183 í einangrun á aðfangadag

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Á aðfangadag voru 183 í einangrun og 241 í sóttkví vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Flestir voru í einangrun í Hveragerði, 53 einstaklingar og þar voru 54 í sóttkví. Í Árborg voru 40 í einangrun, þar af 31 á Selfossi og 70 í sóttkví. Í Ölfusinu voru 23 í einangrun og 29 í sóttkví.

Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fyrri greinGleðileg jól!
Næsta greinRáðherra skipar verkefnastjórn um úrbætur í öryggismálum ferðaþjónustunnar