17,5 milljónir í reiðvegi á næstu fjórum árum

Sveitarfélagið Árborg og Hestamannafélagið Sleipnir hafa gert með sér samkomulag sem gildir til ársins 2018 um áframhaldandi uppbyggingu reiðvega í Árborg.

Á samningstímanum mun Árborg greiða Sleipni 3,5 milljónir króna á ári, eða alls 17,5 milljónir króna, til uppbyggingar reiðvega.

Samningurinn kemur í stað eldri samnings frá 2006 um samskonar verkefni, en á grundvelli þess samnings hefur tekist að bæta reiðleiðir verulega.

Reiðveganefnd Sleipnis mun annast framkvæmdina í samráði við fulltrúa sveitarfélagsins.