17 ára stúlka á 146 km hraða

Lögreglan á Selfossi stöðvaði för 17 ára stúlku þar sem hún ók á 146 kílómetra hraða á Eyrarbakkavegi seint í gærkvöldi.

Fimm ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í gærkvöldi og í nótt. Hinir fjórir voru allir á ferð á Suðurlandsvegi.

Viðurlögin við svo hröðum akstri er 130 þúsund króna fjársekt og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá auk þess sem stúlkan mun missa nýfengið ökuskírteinið í að minnsta kosti einn mánuð.

Þar var einn karlmaður um tvítugt handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Annars gekk nóttin vel fyrir sig hjá Selfosslögreglunni og allt var með kyrrum kjörum á tjaldsvæði unglingalandsmótsins á Selfossi en þar er mikill fjöldi fólks saman kominn.

Fyrri greinStemmning á tjaldsvæðinu
Næsta greinTvö útköll á sama tíma