169 í einangrun á Suðurlandi

Á Selfossi eru 210 í einangrun og 246 í sóttkví. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 169 manns í einangrun í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna COVID-19 og hefur fjölgað um 30 síðan í gær.

Flestir eru í einangrun í Hveragerði, 47 einstaklingar og þar er 61 í sóttkví. Í Árborg eru 37 í einangrun og 50 í sóttkví og í Ölfusinu eru 29 í einangrun og 30 í sóttkví.

Samtals eru 205 í sóttkví á Suðurlandi, samkvæmt tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fyrri greinMargt af því besta sem við borðum eru gerjaðar vörur
Næsta greinÁslaug Dóra áfram á Selfossi