16,2% kjörsókn í Ölfusinu

Klukkan tólf á hádegi höfðu 232 Ölfusingar kosið í fyrstu rafrænu íbúakosningunni á Íslandi, eða 16,2% af þeim 1432 sem eru á kjörskrá í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Kosningin, eða öllu heldur könnunin, hófst síðastliðinn þriðjudag og stendur yfir til 26. mars.

Þar er kannaður áhugi íbúa á að fara í sameiningaviðræður við önnur sveitarfélög, og þá líka við hverja ætti helst að ræða.

Einnig er kannaður áhugi íbúa á að breyta tímasetningu Hafnardaga.

„Hvort þetta er góð kjörsókn eða ekki á þessum tímapunkti veit ég ekki en við vonumst til að fólk taki almennt þátt í kosningunni,“ sagði Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinSextán sækjast eftir sveitarstjórastöðu
Næsta greinHanna skoraði fjögur gegn Sviss