16 ára drengur villtist á Fimmvörðuhálsi

Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli voru kallaðar út í gærkvöldi til að leita að 16 ára ítölskum ferðamanni sem týndur var á Fimmvörðuhálsi.

Pilturinn fannst svo um klukkan fimm í morgun í Básum.

Hann varð viðskila við fjölskyldu sína í göngu á hálsinum í gær. Hópurinn lagði af stað um klukkan níu í gærmorgun og þegar hann skilaði sér ofan af Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi var ljóst að einn vantaði í hópinn.

Ekki var talin ástæða til að óttast um piltinn og aðstæður til leitar voru mjög góðar.

Fyrri greinÆgir náði í stig gegn toppliðinu
Næsta greinLögreglumönnum á Selfossi fækkar