156 teknir fyrir hraðakstur í júní

Í liðinni viku voru 45 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi Hvolsvallarlögreglu en sá sem hraðast ók var á 134 km hraða á Mýrdalssandi.

Lögreglumenn á Hvolsvelli stöðvuðu 156 ökumenn vegna hraðaksturs í umdæminu í júní. Lögreglan kærði einnig vanrækslu á að færa bifreiðar til skoðunar, ótryggð ökutæki og einnig notkunarleysi á bílbeltum svo eitthvað sé nefnt.

Fyrri greinTvö mörk á síðustu sex mínútunum tryggðu Selfoss jafntefli
Næsta greinÓljóst hvenær nytjamarkaðurinn opnar aftur