150 skátar í vetrarútilegu á Úlfljótsvatni

Ljósmynd/Aðsend

Vetrarmót Reykjavíkurskáta verður haldið í þriðja sinn nú um helgina í útivistarparadísinni á Úlfljótsvatni í Grafningi. Af 150 skátum verða um 130 á aldrinum 10-18 ára.

Markmið með mótinu er fyrst og fremst að kenna ungum skátum á að takast á við fjölbreyttar áskoranir að vetrarlagi og að efla samstarf milli skátafélaganna í Reykjavík. Þau verkefni sem skátarnir þurfa að takast á við um helgina eru sig og klifur í 8 metra háum turni, elda mat á prímus, búa til kyndil og að auki hefðbunda skátadagskrá eins og póstaleikir, kvöldvaka og risa næturleikur.

Einhverjir í skálum en restin úti
Yngstu þátttakendurnir, Fálkaskátar (10-12 ára) fá allir rúmstæði í góðum herbergjum, dróttskátarnir (13-15 ára) og eldra lið sofa ýmist í flatsæng í gamla KSÚ-skálanum, tjalda sérútbúnum vetrartjöldum með kamínu og þeir hörðustu byggja sér til snjóhús(eða skýli þar sem snjósöfnum hefur ekki verið jafn mikil og undanfarin tvö mót)

Samstarf skátafélaganna í Reykjavík
Vetrarmótið er skipulagt í sameiningu af öllum skátafélögunum átta úr Reykjavík en hugmyndin af mótinu kviknaði á fundi fullrúa skátafélaganna. Mótið hefur þróast í að vera einn skemmtilegasti fasti skátaviðburður ársins.

Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinTímamótasamningur um samstarf ríkis og landeiganda
Næsta greinEr Erna Hrönn Irene Cara Íslands?