150 í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 150 einstaklingar í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hefur fækkað um tíu síðan síðastliðinn föstudag.

Einnig eru mun færri í sóttkví í dag, 144, en voru vel á þriðja hundrað á föstudaginn. Þetta kemur fram í tölum frá HSU.

Flestir eru í einangrun í Árborg, samtals 39, þar af 24 á Selfossi. Í Árborg eru 43 í sóttkví, þar af 38 á Selfossi.

Samkvæmt fyrstu tölum af covid.is greindust 56 með COVID-19 innanlands í gær og var 31 af þeim utan sóttkvíar.

Fyrri greinBlómstrandi dögum aflýst
Næsta greinAð ræna komandi kynslóðir