132 í einangrun á Suðurlandi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 132 einstaklingar í einangrun á Suðurlandi vegna COVID-19, flestir í dreifbýlinu í Rangárþingi ytra.

Tölur um fjölda í sóttkví á Suðurlandi hafa ekki verið uppfærðar á vef HSU síðan á föstudag en þá voru 253 í sóttkví á Suðurlandi, eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti.

Í Rangárþingi ytra eru 25 í einangrun og 20 í sóttkví. Á Selfossi eru 22 í einangrun og 79 í sóttkví og í Hveragerði eru 10 í einangrun og 18 í sóttkví.

Smitin á Suðurlandi dreifast um allt Suðurland en enginn er í einangrun á Eyrarbakka, Stokkseyri eða Kirkjubæjarklaustri.

Í gær greindust 108 manns með COVID-19 innanlands og voru 70 þeirra utan sóttkvíar, að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinNokkrir viðburðir á Hamingju-helginni
Næsta greinÖllum stærri viðburðum aflýst