112 verkefni hjá lögreglunni

Í vikunni sinntu lögreglumenn á Selfossi 112 verkefnum af ýmsum toga. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, tveir fyrir hraðakstur og einn fyrir akstur án réttinda

Þá var einn ökumaður kærður fyrir að vera ekki með ábyrgðatryggingu í lagi en sektin við því er 30.000 krónur. Gott sparnaðarráð er að ganga frá þeim málum og að fara með ökutæki í skoðun áður en refsigjaldið fellur á sem gerist þegar tveir mánuðir eru liðnir frá þeim tíma sem átti að mæta með ökutækið.

Þrír gangandi vegfarendur slösuðust í vikunni eftir fall í hálkunni sem sums staðar leynir á sér. Nú eru það mannbroddarnir og varkárnin sem gildir þar sem nýfallinn mjöll liggur yfir glæru svelli.

Ökumaður jeppabifreiðar slasaðist lítillega þegar bifreið hans valt á Gaulverjabæjarvegi vestan við Stokkseyri á laugardagskvöld. Ökumaður þurfti að hemla vegna bifreiðar sem var á undan var hemlað. Ökumaður hlaut höfuðhögg og var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi með sjúkrabifreið.

Fyrri greinSMS send út til að vara við sandstormi
Næsta greinSérstakt eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri