110 nemendur FSu í sóttkví

Fjölbrautaskóli Suðurlands. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Nú eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af COVID-19 í gærkvöldi. Fimm kennarar eru einnig komnir í sóttkví.

Þetta staðfestir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, í samtali við Vísi. Nemendurnir þurfa að vera sjö daga í sóttkví, en miðað er við fyrsta daginn í gær. Nemendur muni því fara í sýnatöku 5. maí næstkomandi.

Frétt Vísis