10,6 milljónir króna til sunnlenskra hjúkrunarheimila

Dvalarheimilið Ás. Ljósmynd/Dvalarheimilið Ás

Heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt úthlutun ársins úr Framkvæmdasjóði aldraðra til endurbóta og viðhaldsverkefna á hjúkrunarheimilum.

Samtals var úthlutað tæplega 382,9 milljónum króna úr sjóðnum og fara rúmlega 10,6 milljónir króna til sunnlenskra hjúkrunarheimila.

Ás í Hveragerði, fær rúmlega 3,9 milljónir króna til að endurbæta aðkomu að heimilinu, rúmlega 1,8 milljón króna til endurbóta á brunaviðvörunarkerfi og rúmlega 1,6 milljón króna til endurnýjunar á lyftubúnaði.

Þá fær Kirkjuhvoll á Hvolsvelli tæplega 1,9 milljón króna til endurnýjunar á brunaviðvörunarkerfi og Hjallatún í Vík fær rúmlega 1,4 milljónir króna til endurbóta á hreinlætisaðstöðu.

Fyrri greinÍslandsmet og HSK met á Vormóti HSK
Næsta greinÞórsarar flugu inn í undanúrslitin