104 milljón króna vinningur enn ósóttur

Miðaeigandi sem keypti 104 milljón króna vinningsmiða í Lottóinu á annan í jólum hefur ekki gefið sig fram. Miðinn var seldur í Krambúðinni á Selfossi.

„Það væri gam­an ef hann kæmi að ná í pen­ing­inn sinn,“ seg­ir Stefán S. Kon­ráðsson, fram­kvæmda­stjóri Íslenskr­ar get­spár, í Morg­un­blaðinu í dag.

Stefán seg­ir það sjald­gæft í dag að vinn­ing­ar sitji eft­ir ósótt­ir, hvað þá svona stór­ar fjár­hæðir.

Um var að ræða tíu raða lottómiða og eru miðahafar sem keyptu miðann sinn í Krambúðinni beðnir um að skoða hann vel.

Fyrri greinBóksala með miklum ágætum
Næsta greinFyrsti Sunnlendingur ársins kom með hvelli