104 milljón króna miði á Selfossi

Einn var með fimm tölur réttar í Lottóútdrætti kvöldsins og var lukkumiðinn seldur í Krambúðinni á Selfossi.

Miðaeigandinn keypti sér tíu raða Lottómiða í Krambúðinni og fékk vinning upp á 104.129.690 krónur. Tölur kvöldsins voru 1-6-17-23-37 og bónustalan var 8.

Sex miðaeigendur skiptu með sér bónusvinninginum og hlýtur hver þeirra rúmar 206 þúsund krónur í sinn hlut.

Sjö voru með fjórar réttar tölur í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hver. Einn þeirra miða var seldur í Olís á Selfossi.

 

Fyrri greinGul viðvörun um allt land
Næsta greinMilljónavirði af flugeldum stolið í Þorlákshöfn