101 lóðaumsókn á Hellu

Dregið um lóðir á fundi byggðaráðs í gær. Ljósmynd/Rangárþing ytra

Á fundi byggðarráðs Rangárþings ytra í gær var úthlutað 17 lóðum, 15 íbúðalóðum fyrir 33 íbúðaeiningar og tveimur atvinnulóðum á Hellu.

Að þessu sinni þurfti í mörgum tilfellum að draga um lóðir þar sem allt að 14 umsóknir voru um sumar lóðirnar en samtals voru lóðaumsóknirnar 101.

Lóðirnar sem úthlutað var í gærstanda við Kjarröldu, Bogatún, Guðrúnartún, Sporðöldu, Sandöldu, Langöldu, Dynskála og Faxaflatir.

Það hefur verið kraftur í húsbyggingum á Hellu undanfarin misseri og ekki dregur úr þvi á næstunni miðað við þessi tíðindi.

Fyrri greinFrestað hjá ungmennaliðinu vegna COVID-19
Næsta greinSkemmdarverk á Óskalandi