10. bekkur í Flóaskóla

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að 10. bekkjar nemendum úr Flóahreppi verði kennt í Flóaskóla frá og með haustinu 2011.

Þar með verða allir árgangar kenndir í Flóaskóla áður luku elstu árgangarnir grunnskólanámi á Selfossi. Haustið 2009 hóf 8. bekkur nám við skólann í fyrsta sinn og þeir unglingar munu skipa fyrsta 10. bekk skólans á næsta ári.