Samningur milli Hveragerðisbæjar og nemenda í 10. bekk Grunnskólans í Hveragerði var undirritaður í liðinni viku. Nemendur í 10. bekk munu meðal annars sjá um að aðstoða í mötuneyti skólans.
Auk þess munu þau annast gæslu í frímínútum og í hádegi og aðstoða einnig við gæslu á skólaskemmtunum elsta stigs.
Að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra, hefur þetta samstarf gefist afar vel í gegnum tíðina og verið ungmennum bæjarins til mikils sóma.