1. apríl að kveldi kominn

Sunnlenska.is lét ekki sitt eftir liggja í því að láta Sunnlendinga hlaupa apríl.

Þannig birtust tvær fréttir á vefnum í dag sem ekki áttu við rök að styðjast. Björgunarmiðstöð Árborgar er ekki tilbúin og þeir sem létu gabbast fengu því miður ekki grillaðar pylsur og ferð í snjóbíl.

Þá þurfa Stokkseyringar ekki að hafa áhyggjur af því að póstnúmerinu hjá þeim hafi verið breytt. Ritstjórn sunnlenska.is hafði spurnir af nokkrum fokvondum Stokkseyringum sem ætluðu ekki að missa af mótmælafundinum í Shellskálanum. Þarna var einnig um gabb að ræða.