1.501 í einangrun og sóttkví á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru 662 manns í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hefur fjölgað um 44 síðan á miðvikudaginn.

Í Árborg eru 191 manns í einangrun og 230 manns í sóttkví, þar af 151 á Selfossi og þar eru 210 í sóttkví.

Í Hveragerði eru 79 í einangrun og 138 í sóttkví og í Grímsnesinu eru 72 í einangrun og 46 í sóttkví.

Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Samtals eru 839 manns í sóttkví í umdæminu öllu.

Fyrri greinÍslandsmótið í skák haldið á Selfossi
Næsta greinSASS styrkir Sinfóníuhljómsveit Suðurlands