1.500 fermetra fjós tekið í notkun á Móeiðarhvoli

Í síðustu viku var fyrstu kúnum hleypt í nýtt og stórglæsilegt fjós á Móeiðarhvoli í Hvolhreppi. Fjósið er 1.500 fermetrar og verða 130 kýr í því.

Það eru þau Bóel Anna Þórisdóttir og Birkir Arnar Tómasson sem standa að byggingu fjóssins sem er eitt það stærsta og fullkomnasta á landinu en þar eru þau meðal annars með tvo mjaltaþjóna.

Af þessu tilefni heimsótti Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra og Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sveitarfélagsins, Móeiðarhvol og færði ábúendum myndarlegan viðurkenningarplatta með ósk um búsæld í nýju húsnæði.

Á myndinni má sjá Birkir Arnar og son hans, Róbert Bjarma, með plattann ásamt Ágústi Inga Ólafssyni, skrifstofustjóra Rangárþings eystra

Fyrri greinNý skólastefna samþykkt
Næsta greinSveitarfélagið styrkir Sleipni um húshitunarkostnað