Þurrkur skemmir uppskeru

Grænmetisbændur hjá SH grænmeti á Grafarbakka við Flúðir hafa í sumar þurft að grípa til þess ráðs að nota haugsugu til að vökva gróðurinn.

Í umfjöllun um þurrkana á Suðurlandi í Morgunblaðinu í dag segir Ragnhildur Þórarinsdóttir, sem rekur SH grænmeti, þá með ólíkindum og töluvert sé farið að skemmast.

SH grænmeti ræktar aðallega gulrætur, kínakál og hvítkál sem þolir illa mikla þurrka. Þá hafi sprettan farið óvenju seint af stað í ár sökum tíðs næturfrosts í júní.

Fyrri greinKynning á Spádómi lúsarinnar
Næsta greinMarkarfljót fari í miðju farvegsins