Þurftu að „sleppa“ ölvuðum ökumanni

Lögreglumenn á Selfossi lentu í þeirri stöðu aðfaranótt sunnudags að fá fjögur útköll á sömu klukkustundinni.

Eitt snéri að ölvunarakstri á Selfossi, annað var vegna meðvitundarlauss manns við Hvíta húsið á Selfossi og á sama stað um ölvaðan mann sem grunaður var um líkamsárás.

Fjórða tilvkið var tilkynning um ölvaðan ökumann í Hveragerði sem ekki var hægt að sinna þar sem lögreglumenn voru uppteknir í öðru.

Lögreglan á Selfossi hafði í nógu að snúast í síðustu viku en í dagbók lögreglunnar kemur fram að þrír ökumenn hafi verið kærðir fyrir ölvunarakstur og sex fyrir hraðakstur.

Fyrri greinSluppu vel úr mjög hörðum árekstri
Næsta greinLeitað að vitnum að líkamsárás