Þurfti að létta á sér – og þefaði uppi kannabis

Í nótt áttu lögreglumenn leið um uppsveitir Árnessýslu og voru með fíkniefnahundinn Buster með sér. Þeir hleyptu hundinum út til að létta á sér en þá tók Buster á rás!

Um leið og hundurinn fór út úr lögreglubifreiðinni stefndi hann að nærliggjandi íbúðarhúsi og gaf sterka ábendingu að þar innandyra væru fíkniefni.

Lögreglumenn bönkuðu upp á og þegar húsráðandi kom til dyra leyndi sér ekki kannabisilmurinn sem barst út úr húsinu. Við leit í íbúðinni fundust tæplega 40 kannabisplöntur.

Lögreglan lagði hald á ræktunina og búnað auk þess var húsráðandi handtekinn og yfirheyrður. Hann viðurkenndi brot sitt.

Fyrri greinHelgi Haralds: Góð stefna en hvenær hefjast framkvæmdir?
Næsta greinMinni virkjun kynnt