„Þurfa ekki lengur að fara í bæinn til að versla föt“

Verslunin F&F á Selfoss fagnar um þessar mundir 1 árs afmæli. Í tilefni afmælisins verður mikið húllumhæ í versluninni í kvöld, fimmtudag.

„F&F hefur verið á Íslandi í tvö ár en verslunin kom á Selfoss fyrir einu ári og hafa Sunnlendingar tekið okkur mjög vel. Þeir segja við okkur að með tilkomu F&F þá þurfi þeir ekkert að gera í bæinn,“ segir Harpa Gústavsdóttir hjá F&F.

„Fjölskyldufólk verslar mikið hjá okkur en við erum með föt á alla fjölskylduna,“ segir Harpa og bætir því við að fólk almennt sem kann að meta flott föt á frábæru verði versli mikið í F&F.

Sem fyrr segir verður mikið um að vera í verslunni í kvöld. Lifandi tónlist og léttar veitingar verða í boði og verður verslunin opin lengur, eða til klukkan 22:00. Einnig verða allar vörur á sérstökum afmælisafslætti dagana 13.-16. okótber.

Fyrri greinSýningarspjall með Aldísi
Næsta greinStyttir upp í kvöld og nótt