Þungfært víða í uppsveitum

Spáð er enn einum snjókomubakkanum úr suðri yfir Suður- og Suðvesturland með kvöldinu. Það mun snjóa í hægum vindi í um 2 til 3 klukkustundir.

Syðst á landinu og með suðausturströndinni verður slydda sem frýs og myndar varasama ísingu síðar í nótt.

Það er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er víða þæfingur eða jafnvel þungfært í uppsveitum en annars staðar er snjóþekja eða hálka.

Fyrri greinLofar góðu fyrir komandi keppnistímabil
Næsta greinTengivagn valt á Gatnabrún