Þungatakmarkanir á Suðurlandi

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur Vegagerðin gripið til þungatakmarkana frá og með deginum í dag í bæði Árnes- og Rangárvallasýslum.

Verður ásþungi takmarkaður við 10 tonn frá klukkan átta í morgun á öllum vegum í Árnessýslu nema Þrengslavegi, Þorlákshafnarvegi frá Þrengslavegi að Þorlákshöfn og hringvegi 1 að Selfossi.

Í Rangárvallasýslu gildir 10 tonna takmörkunin vestan Hvolsvallar.

Fyrri greinÖflugt barna- og unglingastarf hjá Sleipni
Næsta greinSet styrkir körfuna í FSu