Þrumur og haglél á Selfossi

Daglegar síðdegisskúrir hafa verið á Selfossi í blíðviðrinu síðustu daga en nú ber svo við að eldingar og gríðarlegt haglél koma ofan úr skýjunum.

Höglin eru óvenjuleg, allt að sentimeter í þvermál, óregluleg í laginu og áferðin eins og á klaka frekar en venjulegu snjóhvítu hagli.

Þegar haglhríðinni slotaði tók við kröftug rigning.

Fyrri greinLítil veiði í Litlasjó en önnur vötn byrja vel
Næsta greinVerulega dregið úr starfseminni í júlí