Þrjú innbrot í Hveragerði

Aðfaranótt sunnudags var brotist inn á þremur stöðum í Hveragerði. Mest tjón var á verkstæði í Austurmörk 18a. Þar var átta hjólbörðum stolið og tjóni valdið á fornbílum sem þar voru í geymslu.

Fyrir utan verkstæðið var hvít Volkswagen Transporter sendibifreið, YS 934, sem var stolið. Á efirlitsmyndavél sást að bílnum var ekið af svæðinu klukkan 03:30. Ekkert hefur spursts til bifreiðarinnar síðan.

Einnig var brotist inn í garðyrkjustöðina Borg þar sem smávegis af peningum var stolið og hugsanlega sígarettum.

Þá var farið inn í forstofu heimahúss við Heiðmörk og þaðan stolið úlpu.

Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um þessi innbrot og hvar Volkswagen bifreiðina er að finna að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Á 145 km/klst hraða á Hellisheiði
Næsta greinErt þú að nota þvottavélina þína rétt?