Þrjú efstu ekki í framboði

Ljóst er að þrír efstu frambjóðendur á lista sjálfstæðismanna í Ölfusi í síðustu sveitarstjórnarkosningum verða ekki í framboði í kosningunum í vor.

Þetta eru bæjarstjórnarfulltrúarnir Stefán Jónsson og Kristín Magnúsdóttir og Dagbjört Hannesdóttir, varabæjarfulltrúi.

Kristín lét af störfum sem bæjarfulltrúi í sumar og Dagbjört ákvað að taka ekki sæti sitt í bæjarstjórn og hafa þær því nú þegar dregið sig í hlé. Kjartan Ólafsson situr nú í bæjarstjórn fyrir hönd D-listans ásamt Stefáni og er Ólafur Hannesson á Hrauni varabæjarfulltrúi.

Á fundi sjálfstæðisfélagsins Ægis nýverið var kjörin uppstillingarnefnd fyrir kosningarnar í vor og ákveðið að auglýsa eftir áhugasömum frambjóðendum.
UPPFÆRT KL. 21:05

Fyrri greinSindri Pálma til Esbjerg
Næsta greinHamarskot fékk styrk úr minningarsjóði Sissu