Þrjár milljónir í háhraðanet í dreifbýli

„Við erum að leita leiða til þess að efla fjarskiptasamband í sveitarfélaginu og erum sem dæmi að ræða við Póst- og fjarskiptastofnun, einkafyrirtæki eins og 365, TRS og fleiri vegna þessa,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Byggðaráð Rangárþings eystra hefur samþykkt að styrkja uppsetningu fjarskiptabúnaðar og uppfærslu háhraða internets í sveitarfélaginu. Verður alls þremur milljónum króna varið í verkefnið á árinu 2015.

„Við vitum að auðvitað er ljósleiðari besta lausnin en sú lausn er afar dýr, kostar hátt í fjögur hundruð milljónir og það er í raun ríkisins að sjá um þá leið eins og sími og rafmagn var lagt forðum daga,“ segir Ísólfur Gylfi enn fremur.

Fyrri greinSækja ferðafólk inn í Landmannalaugar
Næsta greinHamar tapaði gegn toppliðinu