Þrjár bílveltur í kvöld

Þrjár bílveltur hafa orðið í kvöld í umdæmi lögreglunnar á Selfossi en fljúgandi hálka er á Hellisheiði, í Þrengslum og í uppsveitum Árnessýslu.

Laus fyrir miðnætti valt jepplingur út af Biskupstungnabraut, rétt fyrir ofan Þrastalund. Bíllinn var á ferð upp Grímsnesið og valt niður háan vegkant. Fjórir voru í bílnum og er talið að ökumaðurinn hafi rifbeinsbrotnað auk þess sem hann kenndi eymsla í hálsi. Fólkið var flutt til Reykjavíkur á slysadeild Landspítalans.

Á slysstað á Biskupstungnabraut er 5°C hiti og vegurinn lítur út fyrir að vera aðeins blautur en er í raun fljúgandi háll.

Fyrr í kvöld ultu tveir bílar með skömmu millibili. Kl. 19:19 valt bíll í Þrengslunum einum og hálfum tíma síðar valt annar í nágrenni Þingvalla.

Ökumenn voru einir á ferð í báðum tilvikum og slösuðust ekki. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir en þeir voru á vetrardekkjum.

Fyrri greinÖkumaður slapp ómeiddur
Næsta grein79 ára kylfingur fór holu í höggi