Þrír listar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Líkt og í síðustu hreppsnefndar-kosningunum eru þrír listar í boði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Af núverandi hreppsnefndarmönnum gefa þrír kost á sér áfram. Björgvin Skafti Bjarnason leiðir lista Einingar, Gunnar Örn Marteinsson leiðir lista Farsælla framfarasinna og Jón Vilmundarson er í þriðja sæti á þeim lista.

N-listinn er nýtt framboð í hreppnum sem vinnur undir heitinu Nýir tímar, nýtt afl. Oddur Guðni Bjarnason á Stöðulfelli er oddviti listans.

Ingvar Hjálmarsson og Tryggvi Steinarsson hyggjast hætta í hreppsnefnd en þeir eru í 8. og 9. sæti á lista Farsælla framfarasinna.

Listarnir eru þannig skipaðir:

E-listi, listi Einingar
1. Björgvin Skafti Bjarnason, viðskiptafræðingur, Brautarholti
2. Jóhanna Lilja Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri, Brautarholti
3. Lára Bergljót Jónsdóttir, kennari, Blesastöðum
4. Hulda Margrét Þorláksdóttir, starfsm. félagsþjónustu, Brjánsstöðum
5. Stefanía Sigurðardóttir, bóndi, Vorsabæ
6. Rosmarie Þorleifsdóttir, reiðkennari, Vestra- Geldingaholti
7. Ágúst Guðmundsson, vélvirkjameistari, Brautarholti
8. Jóhannes Eggertsson, bústjóri, Sléttabóli
9. Hermann Þór Karlsson, bóndi, Efri Brúnavellir
10. Guðmundur Sigurðsson, bóndi, Reykhóll

K-listi, listi Farsælla framfarasinna
1. Gunnar Örn Marteinsson, oddviti og bóndi, Steinsholti
2. Harpa Dís Harðardóttir, skógfræðingur, Björnskoti
3. Jón Vilmundarson, bóndi, Skeiðháholti
4. Sigrún Guðlaugsdóttir, bóndi, Haga
5. Einar Bjarnason, kerfisstjóri, Hamragerði
6. Björgvin Þór Harðarson, bóndi, Laxárdal 2a
7. Georg Kjartansson, bóndi, Ólafsvöllum
8. Tryggvi Steinarsson, bóndi, Hlíð
9. Ingvar hjálmarsson, bóndi, Fjalli
10. Halla Sigríður Bjarnadóttir, bóndi, Hæli

N-listi, Nýir tímar nýtt afl
1. Oddur Guðni Bjarnason, bóndi, Stöðulfelli
2. Helga Kolbeinsdóttir, leiðbeinandi, Tröð
3. Jón Einar Valdimarsson, húsasmíðameistari, Stóra-Núpi
4. Sigþrúður Jónsdóttir, náttúrufræðingur, Eystra-Geldingaholti
5. Valgerður Auðunsdóttir, bóndi, Húsatóftum
6. Aaltje Bakker, meðferðarfulltrúi, Skaftholti
7. Dorothee Katrin Lubecki, menningarfulltrúi, Löngumýri
8. Jökull Helgason, bóndi, Ósabakka
9. Jón Þorsteinn Hjartarson, húsvörður, Brjánsstöðum
10. Margrét Steinþórsdóttir, leikskólakennari, Háholti

Fyrri greinIngó fékk Menningarviðurkenningu Árborgar
Næsta greinBirtíngur kveður Suðurland um helgina