Þrír handteknir vegna kannabisræktunar

Upp komst um fíkniefnaræktun í ósamþykktri íbúð í fjölbýlishúsi á Selfossi síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Þrír karlmenn voru handteknir.

Lögreglumenn á vakt höfðu grunsemdir um ræktunina og lögðu nokkra vinnu í að undirbúa aðgerðir.

Þrír karlmenn, 22 til 35 ára, voru handteknir og leit gerð í íbúðinni. Þar fundust 28 kannabisplöntur í ræktun, fræ og lítils háttar af hvítu dufti sem talið er vera amfetamín.

Plönturnar, fíkniefni, lampar og annað sem notað var við ræktunina var gert upptækt.

Þremenningarnir viðurkenntu brotið. Málið er upplýst og verður sent til fulltrúa sem mun gefa út ákæru.

Fyrri greinSauðfé hefur ekki lært umferðarreglur
Næsta greinFyrsta hálkuslysið í haust