Þrír handteknir á Flúðum

Lögreglan á Selfossi handtók þrjá karlmenn á þrítugsaldri á tjaldsvæðinu á Flúðum í morgun. Mennirnir eru grunaðir um eignarspjöll og þjófnað úr bíl á tjaldsvæðinu.

Mennirnir voru fluttir í fangageymslur á Selfoss og voru yfirheyrðir í dag.

Lögreglan hafði í fleiri horn að líta í nótt og í morgun því einn ökumaður var tekinn fyrir ölvun á Flúðum í nótt og annar á Þingvallavegi við Álftavatn.

Fyrri greinTöluvert tjón á íbúð í Hveragerði
Næsta greinÖlvir heimsmeistari fimmta árið í röð