Þrír fluttir með þyrlu á slysadeild

Klukkan 11 í morgun fékk Neyðarlínan tilkynningu um árekstur fólksbifreiðar og sendibifreiðar á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar.

Þrír einstaklingar voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík og er einn þeirra alvarlega slasaður.

Mikill viðbúnaður var vegna slyssins en Brunavarnir Árnessýslu, lögregla, sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og þyrla Landhelgisgæslunnar voru boðuð á vettvangi.

Biskupstungnabraut var lokað á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi en umferð er nú hleypt um með stýringu lögreglu. Þá hefur Rannsóknarnefnd Samgönguslysa verið kölluð á vettvang.

UPPFÆRT 12:40

Fyrri grein„Þetta var eins og það ger­ist best“
Næsta greinTveir handteknir eftir útafakstur