Þrír alvarlega slasaðir – Búið að opna Suðurlandsveg

Fimm manns slösuðust er bifreið valt út af Suðurlandsvegi austan Hjörleifshöfða á öðrum tímanum í dag. Þrír voru fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar og tveir með sjúkrabifreiðum.

Tildrög slyssins eru óljós en lögregla vinnur að rannsókn á vettvangi, en slysið varð milli Blautukvíslar og Skálmar. Í bílnum voru fimm erlendir ferðamenn.

Lögreglan lokaði veginum til að tryggja öryggi viðbragðsaðila á vettvangi sem og rannsóknarhagsmuna en nú hefur verið opnað aftur fyrir umferð.

Ökumenn eru beðnir að sýna aðgát og tillitssemi.

UPPFÆRT 15:05

Fyrri greinThe King’s Singers syngja í Skálholtskirkju
Næsta greinSkarphéðinn ráðinn söngstjóri á Selfossi