Þrettándabrennu aflýst í Þorlákshöfn

Þar sem spáð er norðaustanátt, 15 m/sek um klukkan sex í kvöld, hefur verið ákveðið að aflýsa þrettándabrennu með tilheyrandi blysför og flugeldasýningu í Þorlákshöfn.

Óskað hefur verið eftir því að flugeldasýningin verði í staðinn notuð á Hafnardögum, en bæjarhátíð Ölfuss verður að þessu sinni haldin í ágúst en ekki um Sjómannadagshelgina líkt og undanfarin ár.

Fyrri greinUPPFÆRT: Þrettándagleði á Selfossi frestað
Næsta greinSelfossþorrablótið haldið í fimmtánda sinn