Þrettán umferðaróhöpp og slys um helgina

Um hádegi á laugardag valt jepplingur á Suðurlandsvegi á Mýrdalssandi eftir að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku.

Bifreiðinni var ekið í vesturátt þegar hún kom á vegarkafla sem á voru hálkublettir. Þar missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni sem fór útaf veginum og valt, að talið er, tvær veltur.

Með ökumanni voru tveir farþegar. Grunur var um að einn hefði brákast á hendi en hinir hlotið minni háttar meiðsl. Hlúð var að fólkinu í sjúkrabifreið sem kom á staðinn.

Annars voru þrettán umferðaróhöpp og slys tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi um helgina.

Fyrri greinÁrgjöld GÞ þau lægstu á 18 holu velli
Næsta greinCorolla „lykluð” við vistina