Þrettán teknir fyrir hraðakstur

Samtals var 61 mál bókað hjá lögreglunni á Hvolsvelli í liðinni viku en segja má að vikan hafi gengið vel fyrir sig og verið slysalaus að mestu.

Þrettán ökumenn voru stöðvaðir fyrir að hafa ekið of hratt, en sá sem hraðast ók var mældur á 123 km hraða.

Vatnsleki kom upp í sumarbústað í nágrenni Hellu. Þar hafði talsvert vatn lekið í nokkurn tíma í bústaðnum. Vegfarendur tilkynntu um að vatnið kæmi út úr bústaðnum. Starfsmenn Rangárþings ytra og slökkvilið kom að þessu máli.

Sl. sunnudag fór björgunarsveit til aðstoðar ferðamönnum sem höfðu fest bifreið sína á Sprengisandsleið við Krókslón.

Nú fer að vora og hvetur lögreglan ökumenn til þess að fara varlega í umferðinni og virða hámarkshraða. Eftirlit með ökuhraða hefur þegar verið hert í umdæminu og verður öflugt í vor og sumar.

Fyrri greinEkki aka utan vega!
Næsta greinEldur í húsi á Selfossi