Þrettán lögreglumenn ráðnir fyrir sumarið

Nú eru lausar til umsóknar þrettán stöður lögreglumanna hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi vegna sumarafleysinga í sumar, eða frá 1. júní til 31. ágúst.

„Við reiknum með tveimur afleysingamönnum á Höfn, einum í Vík og á Kirkjubæjarklaustri, fjórum á Hvolsvöll og sex á Selfoss. Þetta er svipað og verið hefur, á Höfn var einungis einn afleysingamaður í fyrra og á Hvolsvelli voru þeir tveir en verða fjórir. Þetta er allt til að tryggja afleysingu fyrir fastráðna menn, þörfin fyrir aukningu yfir sumarmánuðina a.m.k. er mikil,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, í samtali við Sunnlenska.

Hann bætir við að á þessu öllu sé þó sá fyrirvari að enn er óskipt fjármunum sem ætlaðir voru til eflingar almennrar löggæslu, 400 milljónum sem úthlutað var á safnlið til innanríkisráðuneytisins.

Fyrri greinRannsókn á mansalsmálinu gengur vel
Næsta greinLandsbankinn selur á Selfossi