Þrettán kærðir fyrir hraðakstur á vegavinnukafla

Þrettán ökumenn voru kærðir, eftir hádegi í dag, fyrir að aka of hratt á Suðurlandsvegi við Þjórsárbrú á vegarkafla þar sem hraði hafði verið tímbundið verið tekin niður úr 90 km/klst., í 50 km/klst., vegna vegaframkvæmda.

Verið var að leggja klæðningu á veginn og hann hættulegur á meðan mulningurinn er að bindast tjörunni. Auk þess er veruleg hætta á að steinar kastist á ökutæki sem koma á móti og valdi tjóni á lakki og rúðum enda hafa einhverjir bíleigendur, sem áttu þarna leið um, komið á lögreglustöðina á Selfossi til að tilkynna tjón á bílum sínum.

Verktakinn sem stendur að verkinu hafði sett upp greinilegar og áberandi merkingar sem ekki eiga að fara framhjá neinum.

Lögreglan hvetur ökumenn til að sína tillitssemi, virða hraðatakmörk og fara gætilega þar sem verktakar eru að laga vegi.

Fyrri greinHelgi og Sigurður Már í HK
Næsta greinLenti í sjónum í Reynisfjöru