Þrastarungar í fallhættu

Þessa dagana fylgjast starfsmenn Sundlaugarinnar í Laugaskarði í Hveragerði spenntir með þrastamóður sem kom hreiðri sínu fyrir í furutré beint fyrir ofan heita pottinn.

Í hreiðrinu eru fimm afar líflegir þrastarungar sem eru búnir að vekja mikla gleði og ánægju hjá starfsmönnum sundlaugarinnar í góða veðrinu síðustu daga, og fara jafnt ungir sem aldnir reglulega og kíkja í hreiðrið.

Það er töluverð hætta á að ungarnir detti í djúpa pottinn því í dag fylla þeir út í hreiðrið og þarf þá ekki að spyrja að leikslokum. Þess vegna hafa starfsmenn nú komið fyrir plastdúk undir trénu í þeirri von að það muni einhverju bjarga þegar ungarnir fljúga úr hreiðrinu.

Frá þessu er greint á heimasíðu Hveragerðisbæjar.

thrastahreidur_hvg_oj2012_602336163.jpg
Ungarnir fimm í hreiðrinu. Ljósmynd/Ólöf Jónsdóttir

Fyrri greinTrippi drap tófu
Næsta greinÁtján tónleika sólógjörningur Jónasar