Þrastarlundur breytist í Bistro

Nýr rekstraraðili er kominn að veitinga- og greiðastaðnum Þrastalundi. Sá heitir Smári Hreiðarsson, og opnaði staðurinn undir nýjum aðilum þann 17. júní sl.

Smári er lærður þjónn og hefur starfað í veitingageiranum um árabil í Reykjavík. Smára líst vel á að vera búinn að hefja rekstur þar á bæ.

Smári segir ætlunina að fá ferðamenn inn af götunni, ekki síst útlendinga, en margir fara um svæðið yfir sumartímann. „Þá bjóðum við áfram salinn undir brúðkaupsveislur og aðra viðburði,“ segir hann.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinSnorri Þór heldur forystunni
Næsta greinHandaflið í hávegum haft