Þórdís liggur undir feldi

Þessa dagana eru Vinstri græn í Árborg að vinna að framboðsmálum sínum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Uppstillinganefnd, sem skipuð er Þorsteini Ólafssyni, Margréti Magnúsdóttur og Hilmari Björgvinssyni, auglýsti eftir áhugasömu fólki til starfa og fólki til að skipa framboðslistann í vor en áætlað er að framboðslistinn verði tilbúinn í byrjun apríl.

Þórdís Eygló Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi leiddi lista VG í síðustu í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þá hlaut listinn 10,5% atkvæða og einn mann kjörinn, en 9,6% í kosningunum 2006 og þá einnig einn mann kjörinn.

Þórdís sagðist í samtali við Sunnlenska enn vera að hugsa sig um hvort hún verði í framboði í vor, hún muni hitta félaga sína í vikunni og ræða málin.

Fyrri greinÆgir eina sigurliðið
Næsta greinGlaðleg heimili