„Þokkalega stödd til að takast á við afleiðingar gossins“

Jákvæð niðurstaða varð af rekstri Rangárþings eystra á síðasta ári. Um 46 milljón króna afgangur varð af rekstri sveitsjóðs og stofnana hans.

Eigið fé sveitarfélagsins stóð um áramót í 1.274 milljónum króna. Árið 2008 varð lítilháttar halli á rekstrinum.

Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri, segir útlitið á rekstrinum bærilegan á þessu ári. „Við vitum vissulega ekki hvaða áhrif gosið hefur, en erum þokkalega stödd til að takast á við það, enda veitir ekki af,” segir hann. „Þetta hefur þegar valdið talsverðum kostnaði – bæði beint og óbeint,” segir Elvar að lokum.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinRagnar bestur og Basti þjálfari ársins
Næsta greinEggert Valur: Framtíðin er í Árborg