Þjónustuhús kostar um 50 milljónir

Að koma upp þjónustuhúsi í fuglafriðlandinu í Flóa myndi kosta á bilinu 45 til 55 milljónir króna, samkvæmt útreikningum framkvæmda- og veitusviðs Árborgar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd hafði beðið um að kostnaðurinn yrði kannaður og niðurstöðurnar voru kynntar á síðasta bæjarráðsfundi. Þá kemur fram í svarinu, að kostnaður við að malbika afleggjarann að fuglafriðlandinu yrði um 147 milljónir króna, miðað við tæplega fimm kílómetra kafla ásamt bílastæði.

Samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar er gert ráð fyrir 200 fermetra þjónustuhúsi með verslun og veitingasölu. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið myndi reisa húsið, meðal annars með styrkjum úr opinberum sjóðum, en rekstur þess yrði boðinn út.

Fyrri greinSpyrja biskup um fordæmisgildi ákvörðunar um Selfosskirkju
Næsta greinKíkti á kettina og velti bílnum