Þjófurinn kominn bak við lás og slá

Ungur maður sem lögreglan á Selfossi handtók snemma í gærmorgun grunaðan um innbrot í bíla á Selfossi var í gærkvöldi leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands.

Dómarinn úrskurðaði manninn til að afplána eftirstöðvar fangelsisrefsingar, alls 170 daga, sem hann hafði hlotið með dómum Hæstaréttar. Fangelsismálastofnun hefur tekið við manninum en hann hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Maðurinn var með fulla vasa af þýfi þegar lögreglan handtók hann um kl. 5 í gærmorgun. Grunur leikur á að maðurinn hafi átt sér tvo vitorðsmenn. Þeir eru ófundnir en lögreglan telur sig vita hverjir þeir eru.

Fyrri greinSkemmtilegur sumarlestur í Árborg
Næsta greinSlapp lítið meidd úr bílveltu